Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns 28. nóvember 2006 06:30 Tíu banaslys á sjö ára tímabili eru rakin til syfju ökumanns. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Vilhelm Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir . Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir .
Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira