Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar 28. nóvember 2006 06:45 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri skjásins. Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira