Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs 28. nóvember 2006 07:00 Anne-Grete Strøm-Erichsen Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga. Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga.
Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira