Líðan mannsins sem slasaðist á Kárahnjúkavirkjun á laugardagskvöld er stöðug að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Maðurinn, sem vann við að stjórna krana, féll niður úr honum og dróst um fimmtíu metra eftir stífluveggnum og hafnaði á steypustyrktarjárni.
Honum er haldið sofandi í öndunarvél en er ekki talinn í bráðri lífshættu.
Maðurinn fór í aðgerð í gær og í fyrradag vegna áverka á kviðar- og brjóstholi.