Íslendingar vinna mest allra í Evrópu 24. nóvember 2006 01:45 Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant. Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant.
Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira