Gerviliðaaðgerðir til skoðunar 24. nóvember 2006 00:00 Sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa allir að ganga í gegnum miklar þjáningar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum. Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum.
Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira