Hvað á vitleysan að ganga langt? 24. nóvember 2006 05:30 Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar