Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka 20. nóvember 2006 04:30 Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir þins. MYND/Pjetur Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir." Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir."
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira