Magnaðir Molar Trausti Júlíusson skrifar 19. nóvember 2006 12:00 Það ríkti mikil eftirvænting í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Höllin var vel full og útlendingar áberandi í salnum. Sennilega hafa aldrei fleiri komið til landsins gagngert til þess að fara á tónleika. Múm var fyrst á svið. Þessi 7 manna útgáfa af sveitinni tók lög af óútkominni plötu. Tvíburasysturnar eru báðar hættar, en þrjár stelpur í framlínunni settu mikinn svip á sveitina, sérstaklega söngkonurnar Hildur Guðnadóttir og Mr. Silla. Nýju lögin hljómuðu ágætlega. Tónlistin hefur þróast mikið. Það er kominn meiri kraftur í hana og hún er orðin þjóðlagaskotin. Rass er skemmtilegt tónleikaband. Þeir byrjuðu bara þrír órafmagnað, en svo bættust trommuleikarinn og bassaleikarinn í hópinn og sveitin keyrði í gegn um plötuna sína með stuði og látum og endaði á snilldarlaginu Andstaða. Það var dramatísk stund þegar Sykurmolarnir tíndust inn á sviðið. Þeirra dagskrá hófst með Traitor, upphafslagi fyrstu Sykurmolaplötunnar Life’s Too Good. Næst kom Leash Called Love af þriðju plötunni Stick Around For Joy og svo Deus. Sykurmolarnir spiluðu yfirleitt lögin sín með íslenskum textum þegar þeir spiluðu á Íslandi, en núna voru sum lögin á ensku og önnur á íslensku. Deus, Water og Pump voru t.d. íslensku, en Mama, Cold Sweat og Motorcrash á ensku. Það rann upp fyrir manni á tónleikunum í Höllinni að þó að Sykurmolarnir hafi verið miklu poppaðri en þær sveitir sem meðlimirnir komu úr, eins og Kukl og Fan Houtens Kókó og þó að sveitin hafi búið til fullkomna poppsmelli eins og Deus, Regínu og Hit, þá var þetta alltaf skrítin popphljómsveit. Hópur af ólíkum einstaklingum sem hver og einn setti svip á heildarmyndina: Einar Örn ofvirkur út um allt svið að reyna að vera pirrandi og úttala sig um allt sem honum datt í hug. Á föstudagskvöldið var Árni Johnsen honum greinilega ofarlega í huga. Björk hoppandi og dansandi og syngjandi eins og upptendraður engill, Magga hugmyndaríkur hljómborðsleikari, Þór sérstaklega frjór og lunkinn gítarleikari, Bragi traustur á bassanum og Sigtryggur hélt öllu saman með eðal trommuleik. Tónleikarnir Sykurmolanna á föstudagskvöldið fóru svolítið rólega af stað. Sveitin byrjaði á minna þekktu lögunum, en um miðbikið tók hún afmælislagið Ammæli og eftir það voru þetta eintómir hittarar; Cold Sweat, Blue Eyed Pop, Motorcrash, Delicious Demon. Þegar því lauk og sveitin hvarf af sviðinu var stemningin orðin mögnuð. Útgáfan af Ammæli var reyndar alveg stórkostleg og greinilegt að hlómsveitin hafði æft það lag sérstaklega. Einar Örn lét lítið fara fyrir sér og Björk gaf sig öll í sönginn. Gæsahúð. Sveitin var klöppuð upp tvisvar, Fyrst tók hún Hit og magnaða útgáfu af Tekið í takti og trega en svo komu Sykurmolasynirnir Hrafnkell Flóki og Örnólfur Eldon á sviðið ásamt sjálfum Johnny Triumph og stuðslagarinn Luftgítar fékk að hljóma við mikinn fögnuð. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Svona endurkomur eru mis vel heppnaðar, en það sem gaf þessari svo mikið var hvað hljómsveitin hafði sjálf gaman af þessu. Hún gaf sig 100 % í þetta verkefni og gleði hljómsveitarmeðlimanna smitaði salinn. Molarnir spiluðu 21 lag og náðu upp sömu stemningunni í Höllinni núna og þeir náðu á Duus-húsi og Hótel Íslandi fyrir tæpum 20 árum síðan og það verður að teljast mikið afrek. Björk Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það ríkti mikil eftirvænting í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Höllin var vel full og útlendingar áberandi í salnum. Sennilega hafa aldrei fleiri komið til landsins gagngert til þess að fara á tónleika. Múm var fyrst á svið. Þessi 7 manna útgáfa af sveitinni tók lög af óútkominni plötu. Tvíburasysturnar eru báðar hættar, en þrjár stelpur í framlínunni settu mikinn svip á sveitina, sérstaklega söngkonurnar Hildur Guðnadóttir og Mr. Silla. Nýju lögin hljómuðu ágætlega. Tónlistin hefur þróast mikið. Það er kominn meiri kraftur í hana og hún er orðin þjóðlagaskotin. Rass er skemmtilegt tónleikaband. Þeir byrjuðu bara þrír órafmagnað, en svo bættust trommuleikarinn og bassaleikarinn í hópinn og sveitin keyrði í gegn um plötuna sína með stuði og látum og endaði á snilldarlaginu Andstaða. Það var dramatísk stund þegar Sykurmolarnir tíndust inn á sviðið. Þeirra dagskrá hófst með Traitor, upphafslagi fyrstu Sykurmolaplötunnar Life’s Too Good. Næst kom Leash Called Love af þriðju plötunni Stick Around For Joy og svo Deus. Sykurmolarnir spiluðu yfirleitt lögin sín með íslenskum textum þegar þeir spiluðu á Íslandi, en núna voru sum lögin á ensku og önnur á íslensku. Deus, Water og Pump voru t.d. íslensku, en Mama, Cold Sweat og Motorcrash á ensku. Það rann upp fyrir manni á tónleikunum í Höllinni að þó að Sykurmolarnir hafi verið miklu poppaðri en þær sveitir sem meðlimirnir komu úr, eins og Kukl og Fan Houtens Kókó og þó að sveitin hafi búið til fullkomna poppsmelli eins og Deus, Regínu og Hit, þá var þetta alltaf skrítin popphljómsveit. Hópur af ólíkum einstaklingum sem hver og einn setti svip á heildarmyndina: Einar Örn ofvirkur út um allt svið að reyna að vera pirrandi og úttala sig um allt sem honum datt í hug. Á föstudagskvöldið var Árni Johnsen honum greinilega ofarlega í huga. Björk hoppandi og dansandi og syngjandi eins og upptendraður engill, Magga hugmyndaríkur hljómborðsleikari, Þór sérstaklega frjór og lunkinn gítarleikari, Bragi traustur á bassanum og Sigtryggur hélt öllu saman með eðal trommuleik. Tónleikarnir Sykurmolanna á föstudagskvöldið fóru svolítið rólega af stað. Sveitin byrjaði á minna þekktu lögunum, en um miðbikið tók hún afmælislagið Ammæli og eftir það voru þetta eintómir hittarar; Cold Sweat, Blue Eyed Pop, Motorcrash, Delicious Demon. Þegar því lauk og sveitin hvarf af sviðinu var stemningin orðin mögnuð. Útgáfan af Ammæli var reyndar alveg stórkostleg og greinilegt að hlómsveitin hafði æft það lag sérstaklega. Einar Örn lét lítið fara fyrir sér og Björk gaf sig öll í sönginn. Gæsahúð. Sveitin var klöppuð upp tvisvar, Fyrst tók hún Hit og magnaða útgáfu af Tekið í takti og trega en svo komu Sykurmolasynirnir Hrafnkell Flóki og Örnólfur Eldon á sviðið ásamt sjálfum Johnny Triumph og stuðslagarinn Luftgítar fékk að hljóma við mikinn fögnuð. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Svona endurkomur eru mis vel heppnaðar, en það sem gaf þessari svo mikið var hvað hljómsveitin hafði sjálf gaman af þessu. Hún gaf sig 100 % í þetta verkefni og gleði hljómsveitarmeðlimanna smitaði salinn. Molarnir spiluðu 21 lag og náðu upp sömu stemningunni í Höllinni núna og þeir náðu á Duus-húsi og Hótel Íslandi fyrir tæpum 20 árum síðan og það verður að teljast mikið afrek.
Björk Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira