Platan Sögur af konum er komin út. Þar syngja þær Selma og Hansa tólf ný lög eftir íslenskar konur. Selmu og Hönsu langaði til að gera tónlistarkonum á Íslandi hátt undir höfði á þessari plötu og völdu því eingöngu lög og texta eftir konur.
Á meðal lagahöfunda eru Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Védís Hervör og Hera. Textahöfundar eru m.a. Unnur Ösp Stefánsdóttir, Selma Björnsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir.