Sex af sjö í Sjálfstæðisflokki 18. nóvember 2006 07:15 Tveir af þremur bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, sem er einn í meirihluta í bæjarstjórninni með fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sex af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum eru því skráðir í Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn hafi ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vestmannaeyjalistinn buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor en að sögn bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans er ekki um að ræða sameiginlegt framboð margra stjórnmálaflokka, þótt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ekki boðið sérstaklega fram í kosningunum. Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving Ingvarsson, sem sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir hönd Vestmannaeyjalistans, staðfestu við Fréttablaðið í gær að þeir væru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki enn þá verið skráður úr flokknum. Ég tók þátt í prófkjörinu fyrir skömmu til þess að veita góðum mönnum brautargengi,“ sagði Páll Scheving. Hjörtur sagðist sömuleiðis vera skráður í flokkinn. „Ég er búinn að vera skráður í flokkinn að ég held síðan ég var unglingur, eftir að ég kaus í einhverju prófkjöri. Það hefur gengið afar erfiðlega að fá sig lausan úr flokknum. En það hlýtur að koma að því.“ Í bæjarstjórn Vestmannaeyja sitja Elliði Vignisson, sem jafnframt er bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir hönd Vestmannaeyjalistans situr, auk Hjartar og Páls, Kristín Jóhannsdóttir. Í 34. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að „gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk geti maður ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi“. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tveir af þremur bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, sem er einn í meirihluta í bæjarstjórninni með fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sex af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum eru því skráðir í Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn hafi ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vestmannaeyjalistinn buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor en að sögn bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans er ekki um að ræða sameiginlegt framboð margra stjórnmálaflokka, þótt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ekki boðið sérstaklega fram í kosningunum. Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving Ingvarsson, sem sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir hönd Vestmannaeyjalistans, staðfestu við Fréttablaðið í gær að þeir væru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki enn þá verið skráður úr flokknum. Ég tók þátt í prófkjörinu fyrir skömmu til þess að veita góðum mönnum brautargengi,“ sagði Páll Scheving. Hjörtur sagðist sömuleiðis vera skráður í flokkinn. „Ég er búinn að vera skráður í flokkinn að ég held síðan ég var unglingur, eftir að ég kaus í einhverju prófkjöri. Það hefur gengið afar erfiðlega að fá sig lausan úr flokknum. En það hlýtur að koma að því.“ Í bæjarstjórn Vestmannaeyja sitja Elliði Vignisson, sem jafnframt er bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir hönd Vestmannaeyjalistans situr, auk Hjartar og Páls, Kristín Jóhannsdóttir. Í 34. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að „gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk geti maður ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi“.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira