Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti 18. nóvember 2006 09:30 Gis Jóhannsson. Gafst upp á því að búa í LA og flutti til Nashville. Ferill hans sem kántrýsöngvara tók mikinn kipp við flutningana. Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira