Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk 17. nóvember 2006 06:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndra MYND/pjetur Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu." Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu."
Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira