Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta 17. nóvember 2006 01:30 Svæðið þar sem piltarnir réðust á manninn. Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira