Rektor kærður til siðanefndar skólans 16. nóvember 2006 03:00 Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira