Jónas og Kristinn í Salnum 16. nóvember 2006 12:30 Tónlist Jónas og Kristinn Styrkar máttarstoðir Salarins og stórmenni í íslensku tónlistarlífi. Þeir félagar Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson verða með ljóðatónleika í Salnum á laugardag kl. 16. Ljóðatónleikar þeirra hafa löngum verið hápunktur í starfi Salarins og hafa þeir verið duglegir að koma fram, eiga sér dyggan aðdáendahóp sem sækir alla þeirra tónleika enda er frammistaða þeirra rómuð á þessum heimilislegu tónleikum. Að þessu sinni bæta þeir enn við efnisskrá sína og er því hætt við að slegist verði um miðann: tveir ljóðaflokkar eru á efnisskránni: Vier Ernste Gesänge op. 121 eftir Johannes Brahms og Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams, auk sönglaga eftir Francesco Paolo Tosti. Kristinn er ótvírætt sá söngvari íslenskur sem mestan veg á í heimi söngsins um þessar mundir þótt hann stæri sig ekki af glæsilegum framgangi sínum á öllum stærstu óperusviðum heims. Á þessu ári hefur hann sungið í Rómeó og Júlíu eftir Gounod og Fidelio eftir Beethoven í Metrópólitan-óperunni í New York, í Valkyrjunni eftir Wagner í Feneyjum, Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart í Trieste, Rósariddaranum eftir Richard Strauss í München, Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini í Vínaróperunni, Tristan und Isolde eftir Wagner og Rigoletto eftir Verdi í San Francisco-óperunni. Eru fá ef nokkur dæmi um að íslenskur söngvari hafi átt jafn fjölbreytilega hlutverkaskrá og komið svo víða fram á skömmum tíma. Öll hús sem Kristinn syngur í eru í úrvalsflokki á heimsvísu. Jónas Ingimundarson er með aðsetur hér heima. Hann hefur ekki síður setið auðum höndum. Á sunnudag stýrði hann glæsilegum tónleikum í Salnum þar sem flutt voru sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Hann er mikilvirkur frumkvöðull í störfum sínum enda kominn í hóp senjora í íslenskri tónlistarmannastétt. Efnisskráin er sótt í þrjá staði: Francesco Paolo Tosti (1848-1916) var meistari ítalskrar sönglagagerðar. Hann bjó lengi í London, og var söngkennari og tónlistarráðunautur Viktoríu drottningar í mörg ár. Hann var í miklum metum samtímatónskálda, svo sem Verdi, Puccini, Leoncavallo o.fl. Lög hans eru löngu orðin sígild. Johannes Brahms (1833-1897) samdi ljóðaflokkinn Vier ernste Gesänge við texta úr Biblíunni árið 1896, skömmu fyrir andlát sitt. Ljóðaflokkur er talinn meðal áhrifamestu tónverka Brahms. Robert Louis Stevenson(1850-1894) var gífurlega afkastamikill rithöfundur og skáld. Sennilega eru sögurnar „Strange case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde“ og Gulleyjan þekktustu verk hans. Stevenson orti mikinn ljóðabálk sem hann nefndi „Songs of Travel“. Vaughan Williams (1872-1958) valdi níu ljóð úr flokknum og gerði við lög árið 1904. Þessi fallegi lagaflokkur er mjög oft fluttur, enda í öndvegi enskra söngbókmennta og er nú kominn á efnisskrá þessara mikilhæfu listamanna. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þeir félagar Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson verða með ljóðatónleika í Salnum á laugardag kl. 16. Ljóðatónleikar þeirra hafa löngum verið hápunktur í starfi Salarins og hafa þeir verið duglegir að koma fram, eiga sér dyggan aðdáendahóp sem sækir alla þeirra tónleika enda er frammistaða þeirra rómuð á þessum heimilislegu tónleikum. Að þessu sinni bæta þeir enn við efnisskrá sína og er því hætt við að slegist verði um miðann: tveir ljóðaflokkar eru á efnisskránni: Vier Ernste Gesänge op. 121 eftir Johannes Brahms og Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams, auk sönglaga eftir Francesco Paolo Tosti. Kristinn er ótvírætt sá söngvari íslenskur sem mestan veg á í heimi söngsins um þessar mundir þótt hann stæri sig ekki af glæsilegum framgangi sínum á öllum stærstu óperusviðum heims. Á þessu ári hefur hann sungið í Rómeó og Júlíu eftir Gounod og Fidelio eftir Beethoven í Metrópólitan-óperunni í New York, í Valkyrjunni eftir Wagner í Feneyjum, Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart í Trieste, Rósariddaranum eftir Richard Strauss í München, Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini í Vínaróperunni, Tristan und Isolde eftir Wagner og Rigoletto eftir Verdi í San Francisco-óperunni. Eru fá ef nokkur dæmi um að íslenskur söngvari hafi átt jafn fjölbreytilega hlutverkaskrá og komið svo víða fram á skömmum tíma. Öll hús sem Kristinn syngur í eru í úrvalsflokki á heimsvísu. Jónas Ingimundarson er með aðsetur hér heima. Hann hefur ekki síður setið auðum höndum. Á sunnudag stýrði hann glæsilegum tónleikum í Salnum þar sem flutt voru sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Hann er mikilvirkur frumkvöðull í störfum sínum enda kominn í hóp senjora í íslenskri tónlistarmannastétt. Efnisskráin er sótt í þrjá staði: Francesco Paolo Tosti (1848-1916) var meistari ítalskrar sönglagagerðar. Hann bjó lengi í London, og var söngkennari og tónlistarráðunautur Viktoríu drottningar í mörg ár. Hann var í miklum metum samtímatónskálda, svo sem Verdi, Puccini, Leoncavallo o.fl. Lög hans eru löngu orðin sígild. Johannes Brahms (1833-1897) samdi ljóðaflokkinn Vier ernste Gesänge við texta úr Biblíunni árið 1896, skömmu fyrir andlát sitt. Ljóðaflokkur er talinn meðal áhrifamestu tónverka Brahms. Robert Louis Stevenson(1850-1894) var gífurlega afkastamikill rithöfundur og skáld. Sennilega eru sögurnar „Strange case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde“ og Gulleyjan þekktustu verk hans. Stevenson orti mikinn ljóðabálk sem hann nefndi „Songs of Travel“. Vaughan Williams (1872-1958) valdi níu ljóð úr flokknum og gerði við lög árið 1904. Þessi fallegi lagaflokkur er mjög oft fluttur, enda í öndvegi enskra söngbókmennta og er nú kominn á efnisskrá þessara mikilhæfu listamanna.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira