Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir rannsókn á meintum skattalagabrotum fjölda einstaklinga tengdum Baugi í eðlilegum farvegi. „Skattrannsóknarstjóri kærði árið 2004 ætluð refsiverð skattalagabrot einstaklinga og fyrirtækja er tengdust Baugi til Ríkislögreglustjóra og við höfum þau til rannsóknar.
Þau brot tengjast ekki því máli sem er til meðferðar fyrir dómi né heldur þeim málefnum hjá yfirskattanefnd. Margir hafa réttarstöðu sakbornings í málinu sem er til rannsóknar.“