Morðum mótmælt
„Við erum að mótmæla hernámi og morðum á hertekna svæðinu í Palestínu. Við erum að reyna að koma skilaboðum frá fólki á Vesturlöndum sem er á móti því sem þarna er að gerast," segir Salman Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi. „Það er kominn tími fyrir Ísland og heiminn allan að segja hingað og ekki lengra og nota allar leiðir til að hjálpa Palestínumönnum til að öðlast sjálfstæði."