Munur á afkomu eykst 15. nóvember 2006 06:45 þjónustukröfurnar vaxa Tekjurnar standa í stað en þjónustukröfurnar vaxa. „Litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum." Innlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum."
Innlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira