Bylting í gerð kvikmynda 15. nóvember 2006 06:15 Frá undirritun Kvikmyndagerðarmenn og ráðherrar töluðu um tímamót í íslenskri kvikmyndagerð við undirritun samkomulagsins. MYND/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira