Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt 15. nóvember 2006 06:45 Frá mótmælunum Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, fór fremstur í stórum hópi mótmælenda í gær. Það var mál manna að slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael ef framganga þeirra breyttist ekki í Palestínu.fréttablaðið/gva MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira