Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården 15. nóvember 2006 00:01 Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira