Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården 15. nóvember 2006 00:01 Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn