PS3 næstum uppseld í Japan 15. nóvember 2006 07:00 Úr verslun í Tókýó. Hamagangur var í verslunum í Japan þegar sala hófst á PlayStation 3 leikjatölvunni á laugardag. MYND/AFP Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög