Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði í gær, ásamt borgarstjórn, fyrir sölu á rauðum nefjum. Við formlega opnun sölunnar keyptu Vilhjálmur og borgarstjórnin rauð nef til að leggja sitt af mörkum.
Allur ágóði rauðu nefjanna rennur til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur með bágstöddum börnum um allan heim.
Rauðu nefin er hægt að kaupa í öllum verslunum Bónuss, 10-11, útibúum Glitnis og á bensínstöðvum Essó og kosta þau 500 krónur.