Fleiri gesti – takk 14. nóvember 2006 08:00 Tónlist Bergur Ingólfsson sem Charlie Chaplin á tónleikum SÍ á laugardag. Frettablaðið/heiða Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira