Þingfest hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál fimm einstaklinga, þrigga karlmanna og tveggja kvenna, vegna tilraunar þeirra til stórfellds smygls á kókaíni hingað til lands.
Málið kom upp þegar átján ára stúlka var tekin á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst með tæp tvö kíló af kókaíni. Með henni í för var maður á þrítugsaldri og voru þau að koma frá Spáni um London. Hann var einnig handtekinn.
Við rannsókn vatt málið fljótlega upp á sig og var þrennt til viðbótar, kona og tveir karlmenn, handtekin. Í ljós kom að 18 ára stúlka var burðardýr, en hin fjögur komu að meira eða minna leyti að skipulagningu smyglsins. Eitt þeirra hafði farið út til Spánar í lok júlí, að beiðni óþekkts vitorðsmanns og móttekið fíkniefnin. 5. ágúst afhenti hann svo burðardýrinu og samfylgdarmanni kókaínið á Benidorm, þaðan sem því skyldi komið hingað til lands. Efnið var falið í ferðatösku sem unga stúlkan ætlaði að taka með sér inn í landið.
Auk þessa er einn karlmannanna ákærður fyrir að hafa geymt í íbúð sinni nokkuð af hassi og tóbaksblönduðu kannabisefni.