Gervihnattadiskur veldur harðri deilu 10. nóvember 2006 06:00 Gervihnattadiskur Sokols á Boðagranda 7 truflar meðeigendur hans á 10. hæð. Hann setti diskinn upp svo börn hans gætu lært móðurmálið frá Kosovo. "Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund. Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
"Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund.
Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira