Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum 10. nóvember 2006 03:30 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira