SPRON býður viðskiptavinum sínum, sem skrá sig í nýja þjónustu undir nafninu DMK, sem stendur fyrir debet með kredit, nú kostur á að taka níutíu prósenta íbúðalán. Markhópur þeirrar þjónustu er ungt fólk sem er að fara út í lífið.
Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON, segir þá lækkun sem orðið hefur á lánshlutfalli íbúðalána hafa torveldað ungu fólki að fjármagna sína fyrstu íbúð. Það hafi leitt til þess að margir séu á leigumarkaði eða hafi neyðst til að leita á náðir ættingja, þrátt fyrir að hafa greiðslugetu til að standa undir afborgunum. Hann segir íbúðamarkaðinn nú vera að ná jafnvægi og með þessu sé SPRON að bregðast við því.