Alfreð er einn besti þjálfari heims 10. nóvember 2006 10:30 Alfreð Gíslason er að gera frábæra hluti með Gummersbach. fréttablaðið/bongarts Gengi Íslendingaliðsins Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni. Gummersbach er nú á toppi deildarinnar og ósigrað í Meistaradeildinni. Hans-Peter Krämer, stjórnarformaður félagsins, er hæstánægður með árangurinn og játar það fúslega að hann átti ekki von á slíku fyrir tímabilið. „Stjórnin er furðu lostin yfir þvi hversu vel gengur. Þetta gengi er eitthvað sem við áttum ekki von á. Aðalástæðan fyrir þessu góða gengi er þjálfarinn Alfreð Gíslason sem að mínu mati er einn besti þjálfari heims,“ sagði Krämer við þýska netmiðilinn Handball World. Það eru svo sannarlega breyttir tímar hjá þessu fornfræga félagi því fyrir aðeins fimm árum rambaði Gummersbach á barmi gjaldþrots og framtíðin var síður en svo björt. „Við getum hugsanlega blandað okkur í baráttuna um titilinn en við erum ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. Mér persónulega finnst við vera nokkuð á eftir Kiel eins og staðan er í dag. Við stöndum samt betur að vígi þar sem Kiel á eftir að heimsækja okkur,“ sagði Krämer. Með Gummersbach leika Íslendingarnir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Guðlaugur Arnarsson.- hbg Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Gengi Íslendingaliðsins Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni. Gummersbach er nú á toppi deildarinnar og ósigrað í Meistaradeildinni. Hans-Peter Krämer, stjórnarformaður félagsins, er hæstánægður með árangurinn og játar það fúslega að hann átti ekki von á slíku fyrir tímabilið. „Stjórnin er furðu lostin yfir þvi hversu vel gengur. Þetta gengi er eitthvað sem við áttum ekki von á. Aðalástæðan fyrir þessu góða gengi er þjálfarinn Alfreð Gíslason sem að mínu mati er einn besti þjálfari heims,“ sagði Krämer við þýska netmiðilinn Handball World. Það eru svo sannarlega breyttir tímar hjá þessu fornfræga félagi því fyrir aðeins fimm árum rambaði Gummersbach á barmi gjaldþrots og framtíðin var síður en svo björt. „Við getum hugsanlega blandað okkur í baráttuna um titilinn en við erum ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. Mér persónulega finnst við vera nokkuð á eftir Kiel eins og staðan er í dag. Við stöndum samt betur að vígi þar sem Kiel á eftir að heimsækja okkur,“ sagði Krämer. Með Gummersbach leika Íslendingarnir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Guðlaugur Arnarsson.- hbg
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira