Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið.
Ibrahimovic var rekinn úr hópnum í september ásamt þeim Olaf Mellberg og Christian Wilhelmsson, eftir að þeir félagar brutu útivistartímareglu liðsins. Ibrahimovic gagnrýndi landsliðsþjálfarann í kjölfarið og er eini leikmaðurinn af þeim þremur sem ekki er í hópnum að þessu sinni.
Lagerback segir samt að engin kergja sé á milli sín og Ibrahimovic. „Zlatan vill ólmur komast í landsliðið," sagði Lagerback.
- dsd