Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar 6. nóvember 2006 03:00 Gunnar Svavarsson MYND/Valli Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði.
Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira