Paul F. Nikolov gefur kost á sér í 1. til 3. sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík
norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi, fyrir alþingiskosningarnar 2007.
Paul hefur unnið sem blaðamaður hjá Grapevine en vinnur nú sem blaðamaður hjá fréttastofunni AFP, og sem stuðningsfulltrúi í sambýli fyrir fatlaða. Nýlega hóf hann störf sem útvarpsmaður á 96,2 FM, útvarpsstöð fyrir innflytjendur.