Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa 5. nóvember 2006 08:15 Sveinn Hlífar Skúlason „Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi." Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi."
Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira