Jólaljós í nóvember 5. nóvember 2006 08:45 Kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við verslun Blómavals í Skútuvogi í gær. MYND/Daníel Rúnarsson Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október. Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október.
Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira