Skíðasvæði í Oddsskarði opnað
Skíðasvæðið í Oddsskarði var opnað í gær. Um þrjátíu karlar og konur komu til að renna sér, en að sögn staðarhaldara, Dagfinns Ómarssonar, var búist við dræmri mætingu vegna þess að á sama tíma fór fram fótboltamót í Fjarðabyggð. Nægur snjór er í fjöllunum og veður gott. Snjórinn er sagður góður miðað við árstíma og færið gott.