Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn 4. nóvember 2006 08:00 Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira