Einn maður hefur verið yfirheyrður hjá lögreglunni í Reykjavík vegna atburðar sem varð þegar ókunnugur maður tók átta ára stúlku upp í bíl sinn á sunnudag. Lögreglan sleppti manninum eftir yfirheyrslu, þar sem grunur hennar átti ekki við rök að styðjast.
Þá er enn leitað ofbeldismanna sem nauðguðu nýverið tveimur stúlkum, annarri í húsasundi hjá Menntaskólanum í Reykjavík en hinni við Þjóðleikhúsið. Tveir menn voru að verki í bæði skiptin.