Þriðju Kristalstónleikarnir 4. nóvember 2006 09:00 Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari Leikur eitt af sínum uppáhaldsverkum. Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. Áshildur útskýrir að efnisskrá tónleikanna samanstandi af draumaverkefnum hljóðfæraleikaranna. Sjálf leikur hún aðeins í einu verkanna, Suite en Concert eftir André Jolivet. „Það er verk fyrir flautu og fjóra slagverksleikara, einkar fjörlegt og öflugt verk,“ segir hún. „Það eru miklar andstæður í því en tónskáldið leitaði aftur til upprunans. Verkið er samið 1965 en á þeim tíma var nútímatónlist mjög ströng og reglubundin en Jolivet var uppreisnarseggur sem fór alltaf eigin leiðir en í þessu verki leitar hann aftur í frummennskuna,“ útskýrir Áshildur. Slagverksleikararnir leika á fjölda hljóðfæra og Áshildur áréttar að úr því verði mikið sjónarspil. „Þetta eru stuttir tónleikar en ég held að krakkar gætu til dæmis haft mjög gaman að því að sjá og heyra í öllum þessum hljóðfærum.“ Að sögn Áshildar er þetta verk í miklu uppáhaldi hjá þeim öllum en þar sem það sé þungt í vöfum og falli ekki vel inn í hefðbunda efnisskrá hljómsveitarinnar láta þau draum sinn rætast nú og leika það á kammertónleikunum enda sé þar kjörið tækifæri til að leika uppáhalds verkin þeirra. Á efnisskránni eru einnig slagverksverk eftir Steve Reich og Astor Piazzolla. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og hefjast kl. 17. Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar. Áshildur útskýrir að efnisskrá tónleikanna samanstandi af draumaverkefnum hljóðfæraleikaranna. Sjálf leikur hún aðeins í einu verkanna, Suite en Concert eftir André Jolivet. „Það er verk fyrir flautu og fjóra slagverksleikara, einkar fjörlegt og öflugt verk,“ segir hún. „Það eru miklar andstæður í því en tónskáldið leitaði aftur til upprunans. Verkið er samið 1965 en á þeim tíma var nútímatónlist mjög ströng og reglubundin en Jolivet var uppreisnarseggur sem fór alltaf eigin leiðir en í þessu verki leitar hann aftur í frummennskuna,“ útskýrir Áshildur. Slagverksleikararnir leika á fjölda hljóðfæra og Áshildur áréttar að úr því verði mikið sjónarspil. „Þetta eru stuttir tónleikar en ég held að krakkar gætu til dæmis haft mjög gaman að því að sjá og heyra í öllum þessum hljóðfærum.“ Að sögn Áshildar er þetta verk í miklu uppáhaldi hjá þeim öllum en þar sem það sé þungt í vöfum og falli ekki vel inn í hefðbunda efnisskrá hljómsveitarinnar láta þau draum sinn rætast nú og leika það á kammertónleikunum enda sé þar kjörið tækifæri til að leika uppáhalds verkin þeirra. Á efnisskránni eru einnig slagverksverk eftir Steve Reich og Astor Piazzolla. Tónleikarnir fara fram í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og hefjast kl. 17.
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira