Menn dansa líka í Noregi 4. nóvember 2006 12:30 Niðurstaða: Norska sveitin Datarock heimsótti okkar á Iceland Airwaves á dögunum. Frumraun þeirra er eðal partíplata sem ætti ekki að skilja neinn mann eftir kyrran. Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Ég sá Eldar, rafeindafræðing Airwaves-gengisins, mæla með þeim í sjónvarpinu og þar sem hann er smekkmaður merkti ég við þá á dagskránni hjá mér sem eitthvað ómissandi. Eftir að ég sannaði fyrir sjálfum mér að það væri vel hægt að missa af þeim, bætti ég þeim upp fyrir kjánaskap minn með því að kaupa plötuna við fyrsta tækifæri. Sé ekki eftir því. Datarock spilar nokkurs konar ungæðisblöndu af rokki eins og Bright Eyes eða Death from Above 1979 eru að gera og rafpönki eins og Le Tigre eða Peaches gera. Áhrif frá Talking Heads eru líka mjög sterk. Þessu er þó ekkert alltaf blandað saman, því sveitin skiptir líka um stíla á milli laga. Þó svo að textarnir séu afar kauðalegir (með aulabröndurum á borð við lagaheitið Nightflight to Uranus) er eitthvað við diskóhrynjandina og einfaldar útsetningarnar sem er mjög heillandi. Eitt laganna, hið frábæra Computer Camp Love, er ástarsaga sem hefur sögumann og kór og minnir mig þannig alltaf á Summer Nights úr Grease. Líklegast viljandi gert þar sem setningarnar; „Tell me more, was it love at first sight? Tell me more, did you put up a fight?“ koma við sögu. Mjög skondið. Helsti slagari sveitarinnar hingað til hefur þó verið lagið Fa Fa Fa, sem býr yfir slíkum sjarma að það brennist inn í heilahvelið á hlustandanum og situr kyrrt þar um nokkurt skeið. Það er óhætt að mæla með þessari plötu fyrir opið fólk. Hver partí-slagarinn á fætur öðrum. Hver hefði trúað þessu, en Norðmenn geta greinilega líka verið svalir … nei, í alvöru! Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Ég sá Eldar, rafeindafræðing Airwaves-gengisins, mæla með þeim í sjónvarpinu og þar sem hann er smekkmaður merkti ég við þá á dagskránni hjá mér sem eitthvað ómissandi. Eftir að ég sannaði fyrir sjálfum mér að það væri vel hægt að missa af þeim, bætti ég þeim upp fyrir kjánaskap minn með því að kaupa plötuna við fyrsta tækifæri. Sé ekki eftir því. Datarock spilar nokkurs konar ungæðisblöndu af rokki eins og Bright Eyes eða Death from Above 1979 eru að gera og rafpönki eins og Le Tigre eða Peaches gera. Áhrif frá Talking Heads eru líka mjög sterk. Þessu er þó ekkert alltaf blandað saman, því sveitin skiptir líka um stíla á milli laga. Þó svo að textarnir séu afar kauðalegir (með aulabröndurum á borð við lagaheitið Nightflight to Uranus) er eitthvað við diskóhrynjandina og einfaldar útsetningarnar sem er mjög heillandi. Eitt laganna, hið frábæra Computer Camp Love, er ástarsaga sem hefur sögumann og kór og minnir mig þannig alltaf á Summer Nights úr Grease. Líklegast viljandi gert þar sem setningarnar; „Tell me more, was it love at first sight? Tell me more, did you put up a fight?“ koma við sögu. Mjög skondið. Helsti slagari sveitarinnar hingað til hefur þó verið lagið Fa Fa Fa, sem býr yfir slíkum sjarma að það brennist inn í heilahvelið á hlustandanum og situr kyrrt þar um nokkurt skeið. Það er óhætt að mæla með þessari plötu fyrir opið fólk. Hver partí-slagarinn á fætur öðrum. Hver hefði trúað þessu, en Norðmenn geta greinilega líka verið svalir … nei, í alvöru! Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira