Latabæ spáð meiri vinsældum en Justin 4. nóvember 2006 14:00 Er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í Bretlandi og diskurinn með lögum úr þættinum þykir líklegur til vinsælda Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Fast á hæla hans eru skallapopparinn Cliff Richard, All Angels og Take That en meðal þeirra sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn skjóta ref fyrir rass eru Girls Aloud, Westlife, Justin Timberlake og Gwen Stefani. Bing Bang er lokalagið í Latabæjar-þáttunum og á smáskífunni er það í nokkrum útgáfum, meðal annars í karókí-útgáfu svo að börnin geti spreytt sig á því. Vinsældir Latabæjar verða sífellt meiri hjá breskum börnum en þátturinn var nýlega tilnefndur til Bafta-verðlaunanna bresku sem þykja með þeim virtustu í heimi. Þátturinn er sýndur á tveimur vinsælustu sjónvarpsstöðvum Bretlands, BBC og Nickledeon, sem er að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, upplýsingafulltrúa LazyTown, algjört einsdæmi. "Þær hafa yfirleitt barist um bestu bitana en þetta samstarf gerir það að verkum að flest börn geta með góðu móti horft á þættina," segir Kjartan. -fgg Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Smáskífa Latabæjar, Bing Bang, þykir líkleg til vinsælda um jólin í Bretlandi ef marka má veðbankann Wiliam Hill sem er einn sá virtasti í sínu fagi. Smáskífan er meðal þeirra fimm sem líklegastar þykja til að hreppa fyrsta sætið á vinsældarlistanum og eru líkurnar sagðar einn á móti tuttugu en listinn verður gerður opinber á jóladag. Efst á blaði er fyrsta smáskífa sigurvegarans í X-Factor en þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá Bretununum. Fast á hæla hans eru skallapopparinn Cliff Richard, All Angels og Take That en meðal þeirra sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn skjóta ref fyrir rass eru Girls Aloud, Westlife, Justin Timberlake og Gwen Stefani. Bing Bang er lokalagið í Latabæjar-þáttunum og á smáskífunni er það í nokkrum útgáfum, meðal annars í karókí-útgáfu svo að börnin geti spreytt sig á því. Vinsældir Latabæjar verða sífellt meiri hjá breskum börnum en þátturinn var nýlega tilnefndur til Bafta-verðlaunanna bresku sem þykja með þeim virtustu í heimi. Þátturinn er sýndur á tveimur vinsælustu sjónvarpsstöðvum Bretlands, BBC og Nickledeon, sem er að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, upplýsingafulltrúa LazyTown, algjört einsdæmi. "Þær hafa yfirleitt barist um bestu bitana en þetta samstarf gerir það að verkum að flest börn geta með góðu móti horft á þættina," segir Kjartan. -fgg
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“