Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli 3. nóvember 2006 06:45 Jón Ingi Sigvaldason Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“
Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira