Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps 3. nóvember 2006 06:30 „Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför." Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför."
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira