Efling stéttarfélag stendur fyrir kynningarfundum fyrir Pólverja í byggingariðnaði og er meiningin að kynna þeim réttindi þeirra og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.
Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu, segir að stefnt sé að því að fá alla Pólverjana tólf hundruð, sem starfa í byggingariðnaði hér á landi, á slíkan kynningarfund.
Búið er að senda út boðsbréf til fyrstu Pólverjanna og var óformlegur fundur haldinn með þeim nýlega. Pólskur túlkur verður á hverjum fundi.