„Umfjöllun blaðsins er í raun ekki svaraverð“, segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, um skrif Ekstra blaðsins um íslenskt viðskiptalíf að undanförnu. Hreiðar segir að umsvif Íslendinga í Danmörku séu orðin veruleg og hafi aukist mjög á stuttum tíma. „Það er líklega þessi snögga framganga sem veldur þessu“, ályktar Hreiðar.
Hreiðar telur að skrif Ekstra blaðsins muni ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins í Danmörku eða annars staðar. „Það var fyrirsögn hjá TV2 þar sem þessu var líkt við storm í vatnsglasi. Það er kannski besta lýsingin.“