Samúel Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Samúel Örn er varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, formaður leikskólanefndar bæjarins og varaformaður hafnarstjórnar. Hann starfaði sem íþróttafréttamaður og fréttamaður á Ríkisútvarpinu og Tímanum um árabil og hefur tekið þátt í félagsmálum og starfað í íþróttahreyfingunni.