Almenn lögregla á ekki að bera byssur 2. nóvember 2006 06:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni ræddu um vopnaburð lögreglunnar á þingi í gær. MYND/Valli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara. Innlent Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara.
Innlent Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira