Almenn lögregla á ekki að bera byssur 2. nóvember 2006 06:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni ræddu um vopnaburð lögreglunnar á þingi í gær. MYND/Valli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara. Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara.
Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent