Hús á Skólavörðustíg verður lækkað 2. nóvember 2006 05:30 Skólavörðustígur 13. Sameina á húsin tvö og lækka húsið til hægri til samræmis við hitt húsið. Punktalínurnar sýna núverandi útlínur efstu hæðarinnar en óbrotna línan hvernig ætlunin er að húsið líti út. mynd/argos arkitektar „Komið hefur verið til móts við athugasemdir sem fram komu við grenndarkynningu með því að lækka efra húsið og bakhúsið um eina hæð, sem telst nú nokkur nýlunda í byggingamálum borgarinnar,“ segir Stefán Örn Stefánsson arkitekt sem hannað hefur breytingar og viðbyggingu við húsin á Skólavörðustíg 13 og 13a. Bæði húsin eru í eigu Fjárfestingarfélagsins Eyris ehf. sem með sameiningu lóðanna og þar með húsanna hyggst nota það fyrir starfsemi sína á þremur hæðum. Efra húsinu verður breytt til samræmis við neðra húsið og til samræmis við upprunalega glugga. „Efra húsið verður lækkað um eina hæð og hæðirnar verða tengdar saman. Byggt verður nýtt stigahús baka til og yfir þrjú bílastæði sem þar eru. Nýbyggingin veldur ekki sólarskugga nema á bílastæðin á baklóðinni yfir hádaginn og þegar líður á daginn taka aðrar byggingar við sem skuggavaldar á þessum slóðum,“ segir Stefán Örn sem telur það ekki gefa rétta mynd af væntanlegri þriggja hæða viðbyggingu að kalla hana „háhýsi“ líkt og eigendir verslunarinnar 12 Tóna á næstu lóð hafi gert í Fréttablaðinu á mánudag. Þeir segjast hafa áhyggjur af framtíð tónleikahalds í bakgarði verslunarinnar. „Í viðræðum við þá hefur meðal annars komið fram að nota megi vegginn á lóðamörkunum til að bæta aðstöðu til tónleikahalds utan dyra svo ekki þurfi að fella þá niður vegna veðurs,“ segir Stefán Örn. Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Komið hefur verið til móts við athugasemdir sem fram komu við grenndarkynningu með því að lækka efra húsið og bakhúsið um eina hæð, sem telst nú nokkur nýlunda í byggingamálum borgarinnar,“ segir Stefán Örn Stefánsson arkitekt sem hannað hefur breytingar og viðbyggingu við húsin á Skólavörðustíg 13 og 13a. Bæði húsin eru í eigu Fjárfestingarfélagsins Eyris ehf. sem með sameiningu lóðanna og þar með húsanna hyggst nota það fyrir starfsemi sína á þremur hæðum. Efra húsinu verður breytt til samræmis við neðra húsið og til samræmis við upprunalega glugga. „Efra húsið verður lækkað um eina hæð og hæðirnar verða tengdar saman. Byggt verður nýtt stigahús baka til og yfir þrjú bílastæði sem þar eru. Nýbyggingin veldur ekki sólarskugga nema á bílastæðin á baklóðinni yfir hádaginn og þegar líður á daginn taka aðrar byggingar við sem skuggavaldar á þessum slóðum,“ segir Stefán Örn sem telur það ekki gefa rétta mynd af væntanlegri þriggja hæða viðbyggingu að kalla hana „háhýsi“ líkt og eigendir verslunarinnar 12 Tóna á næstu lóð hafi gert í Fréttablaðinu á mánudag. Þeir segjast hafa áhyggjur af framtíð tónleikahalds í bakgarði verslunarinnar. „Í viðræðum við þá hefur meðal annars komið fram að nota megi vegginn á lóðamörkunum til að bæta aðstöðu til tónleikahalds utan dyra svo ekki þurfi að fella þá niður vegna veðurs,“ segir Stefán Örn.
Innlent Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira