Stendur undir væntingum 2. nóvember 2006 10:30 Niðurstaða:Niðurstaða: Velheppnuð plata sem festir Möggu Stínu í sessi sem frábæran túlkanda á lögum og textum Megasar. Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“