Reykjavík og Akureyri selja hlut sinn í Landsvirkjun 1. nóvember 2006 03:30 Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins. Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins.
Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira